Skipulagsmál snúast um að móta sýn og taka ákvarðanir um framtíðarþróun byggðar og þá umgjörð um samfélög á hverjum stað sem hið byggða umhverfi mótar. Fátt hefur meiri áhrif á líf fólks en hið byggða umhverfi og því er ákaflega mikilvægt að öll upplýsingagjöf í kringum málaflokkinn sé skýr, gagnsæ og aðgengileg almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Ein leið til að líta á skipulagsmál er að markmiðið með skipulagsgerð hverju sinni sé að leitast við að tryggja að rétt tegund af húsnæði eða innviðum séu byggð á réttum stað á réttum tíma. Til að tryggja að svo sé þarf hinsvegar mikla yfirsýn sem erfiðlega hefur gengið að öðlast á Íslandi. Markmið Planitor er að bjóða upp á stafrænar lausnir sem leysa ólíkar áskoranir á sviði byggingar- og skipulagsmála. Hugbúnaðarlausnir Planitor munu stuðla að skilvirkari ferlum, auka yfirsýn, draga fram og birta rauntímaupplýsingar og bjóða upp á stafræna miðlun upplýsinga..

Nánari upplýsingar

Stofnendur Planitor eru Guðmundur Kristján Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson



💻 Vörur Planitor

Fundargerðargátt Planitor

Planitor vinnur að því að færa skipulags- og mannvirkjatengdar fundargerðir á Íslandi í miðlæga upplýsingagátt sem byggir á sérsniðinni og öflugri leitarvél. Þar er hægt að leita í fundargerðum eftir hagsmunaaðilum, málsnúmerum, staðsetningu, stjórnsýslustigi, kennitölum og öðrum upplýsingum sem þar koma fram. Í fyrsta skipti verður hægt að nálgast allar þessar upplýsingar á einum og sama staðnum í gegnum notendavænt viðmót og bjóða þannig upp á fullan rekjanleika fyrir verkefni, fyrirspurnir og/eða tillögur innan stjórnsýslu sveitarfélaganna. Fundargerðir byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar er nú aðgengilegar í upplýsingagátt Planitor. Sveitarfélögin munu síðan bætast við í stærðarröð þegar fram líða stundir. Upplýsingagátt og leitarvél Planitor er gjaldfrjáls og öllum aðgengileg.

Vaktarinn

Planitor býður einnig upp á vöktunarlausn þar sem viðskiptavinir fá tilkynningar þegar mál, skipulagsáætlanir, málsnúmer, kennitölur, stikkorð, fyrirtækjaheiti ofl. birtast í fundargerðum um leið og þær verða opinberar. Með vaktaranum opnast nýjar leiðir fyrir einstaklinga, fyrirtæki, hagsmunasamtök og opinbera aðila til að fylgjast með eigin verkefnum, verkefnum keppinauta og/eða verkefnum sem varða hagsmuni viðkomandi í rauntíma. Í núverandi útgáfu Planitor er hægt að vakta málsnúmer og heimilisföng. Fyrir vöktunarþjónustuna greiða notendur mánaðargjald.

Skipulag í kynningu

Planitor vinnur að lausn fyrir sveitarfélögin og almenning til að bæta lögbundið kynningarferli og samráð við almenning vegna skipulags í kynningu og grenndarkynninga uppbyggingaráforma.


📰 Fjölmiðlaumfjöllun