Við hjá Planitor leggjum mikið upp úr öruggri og ábyrgri meðferð allra upplýsinga sem fyrirtækið heldur utan um. Okkur þykir mikilvægt að okkar viðskiptavinir geti treyst á okkur sem og aðrir aðilar sem við eigum í viðskiptasamböndum við.

Notkunarskilmálar fyrir notendur

Þessir notkunarskilmálar eiga við um alla notendur Planitor. Vinsamlegast lestu vandlega notkunarskilmálana, persónuverndarstefnu okkar, stefnu um vafrakökur og vinnslu persónuupplýsinga, áður en þú notar þjónustu Planitor.

Þú viðurkennir að þú hafir lesið og skilið ofangreinda skilmála, samþykkir þá og samþykkir að vera bundin(n) af þessum skilmálum þegar þú notar þjónustu Planitor.

Yfirlit

Planitor býður upp á áskriftarþjónustu („Þjónusta“) fyrir skipulags- og byggingarmál á Íslandi.

Tilgangur þjónustunnar er að auka aðgengi að upplýsingum fyrir áskrifendur þjónustunnar.

Planitor greinir og safnar saman upplýsingum úr fundargerðum opinberra aðila og öðrum gagnagrunnum sem geyma upplýsingar um skipulags- og byggingarmál á Íslandi. Kerfið gerir viðskiptavinum m.a. kleift að vakta mál, heimilisföng, málsaðila og leitarorð sem koma fyrir í fundargerðum og fá tilkynningar þar um.

Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta gerst áskrifendur að þjónustu Planitor.

Aðgangsupplýsingar

Til að fá aðgang að Planitor fá notendur sendan hlekk í tölvupósti sem leiðir á síðu þar sem notandi velur lykilorð. Ber þeim notanda skylda til þess að varðveita aðgangsupplýsingar og tryggja leynd yfir sínum aðgangsupplýsingum. Planitor geymir ekki ódulkóðuð lykilorð og getur ekki afhent notendum eða öðrum aðilum lykilorð notenda. Þeir aðilar sem skrá sig inn sem notendur Planitor samþykkja tilkynningar á netfang sitt varðandi alla þjónustu Planitor.

Uppitími

Kerfi Planitor eru keyrð sem vefþjónusta (SaaS). Kerfi og gögn eru hýst hjá hýsingaraðila (Render) sem hefur ISO 27001:2005 öryggisvottun sem úttekin er árlega af viðurkenndum eftirlitsaðila. Kerfin eru rekin eftir hefðbundnum viðurkenndum reglum með öflugri afritatöku. Rekstraraðili mun leitast við eftir fremsta megni að halda uppi óskertri þjónustu, þó er ekki unnt að ábyrgjast 100% uppitíma þar sem upp geta komið ófyrirséðar bilanir en reynt verður að koma í veg fyrir slíkt eftir megni. Reynt verður eftir megni að framkvæma viðhald og uppfærslur utan hefðbundins vinnutíma.

Takmörkun á ábyrgð

Planitor telst ekki skaðabótaskylt vegna ófyrirséðra bilana í vél- eða hugbúnaði. Verði gögn fyrir skemmdum vegna slíkra atvika eða villu í hugbúnaði mun Planitor aðstoða við enduruppsetningu afrits og leitast við að lagfæra þá villu sem komið hefur upp. Planitor telst ekki ábyrgt vegna notkunar leigukaupa á hugbúnaðinum né afleiddu tjóni er kann að hljótast af notkun hans.

Verðskrá

Planitor áskilur sér rétt til þess að uppfæra verð sína sé þess þörf, en mun ávallt tryggja að viðskiptavinum sé tilkynnt ef svo er. Greitt er frá 1. degi næsta mánaðar eftir stofnun í kerfinu og greiðist afnotagjald fyrirfram. Dráttarvextir greiðast á vanskil.

Uppsögn

Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og tekur gildi frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir uppsögn. Óski notandi eftir því er boðið upp á geymslu og aðgengi að gögnum eftir uppsögn gegn gjaldi.

Vanskil