Ein af þeim bókum sem ég ekki las nákvæmlega spjaldanna á milli. Fannst Bergsveinn hlaupa stundum svolítið útundan sér í skrifunum. Aðdáunarverð vinna við að draga saman heimildir í sögu Þormóðs sem gerist fyrir 300 árum eða meira.

Ég hafði gaman af henni m.a. sem samtímasögu Hallgríms Péturssonar sem ég las um í bók Tyrkja-Guddu hér kemur ýmislegt skýrt fram og saman. Um leið virðast einhverjir gagnrýnendur ekki sáttir við alla frásögn Bergsveins.

Ég hefði persónulega haft meira gaman af sögulegri skáldsögu en þessu formi, þó ég hafi haft gaman af.