<aside>
💡 Well-being & Working Environment / Vellíðan og vinnuumhverfi
Creating a supportive and inclusive work environment where employees feel safe, valued, and equipped to thrive both personally and professionally. Emphasizing mental, physical, and emotional well-being, as well as work-life balance, helps prevent burnout, enhances resilience, and fosters loyalty. By addressing environmental factors, providing resources for wellness, and promoting flexibility, the organization ensures that all employees can bring their best selves to work and maintain balance in their lives outside of it.
</aside>
How can we create a working environment where everyone thrives? / Hvernig sköpum við vinnuumhverfi sem styður við öll?
<aside>
💡
Hér væri gott að fá allt sem þér dettur í hug að gæti haft áhrif. Þegar þú ert búin/nn/ð að því máttu skrolla niður og bæta við fleiri atriðum, mælikvörðum, hlekkjum og tólum í verkfærakistu 👇
Please share everything that comes to mind that could have an impact. Once you've done that, feel free to scroll down and add more items, metrics, links, and tools to the toolbox 👇
</aside>
- Eftir höfðinu dansa limirnir - það er erfitt að breyta menningu en enn erfiðara ef stjórnendur eru ekki með liði. Stjórnendur, allur stjórnendastiginn þarf að vera í sama liði og skilja virðið í því að styðja við inngildandi menningu. Menning, vellíðan og vinnuumhverfi er ekki eitthvað sem mannauðsdeild eða jafnréttisfulltrúi á að bera ábyrgð á, heldur veita aðgang að verkfærum, ráðgjöf og styðja stjórnendur og aðra í þessari vegferð.
- Business strategy en ekki mannauðsverkefni - Það þarf að vera fullt umboð til breytinga
- Byrja á stjórnendum - stjórnendur eru þau sem skapa umhverfið þó mannauðsfólkið fylli verkfærakistuna og skapi umgjörð
- Ráða góða stjórnendur, þjálfa þá í mannlegu hlutunum - samskiptum, samtölum, stemmingu, stjórnun, endurgjöf og svo framvegis… leggið línurnar fyrir það hvernig menningu og samskipti þið viljið hafa og breytið því í gegnum stjórnendurnar
- Til þess að skapa heilbrigt vinnuumhverfi sem styður við öll, þá þurfum við að átta okkur á núverandi stöðu. Hvernig líður fólki hjá okkur núna? Hvernig líður starfsfólki sem tilheyrir minnihlutahópum? Hvað erum við að gera vel? Hvað hefur virkað? Hvar eru tækifæri til að gera betur? Er menningin okkar inngildandi?
- “Trust is your currency”
Then you can ask yourself / Síðan skaltu spyrja þig… (hvað fleira)
- Er skýr stefna um jafnvægi vinnu og einkalífs?
- Hverjir nýta fjarvinnumöguleika (skoða eftir kyni) – ef ekki skráð, spurði í næstu könnun
- Eru starfstitlar karlægir / kvenlægir – er verið að reyna að neutralisera þá?
- Talandi / orðalag (er málfar karllægt, allir, starfsmenn, o.s.frv.)
- Skoðið fundarmenningu (t.d. eru margir fundir eftir kl. 16 eða fyrir 8:30, konur meira á þriðju vaktinni)
- Þykir eðlilegt að hafa skoðanir, gagnrýna og leggja til breytingar á vinnustaðnum eða er fólk sem gerir það álitið erfitt í samstarfi?