Jarðgerð á Strönd er tilraunaverkefni í sértækri flokkun og söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Tilraunin stendur til 10. desember

Markmið tilraunarinnar er að búa til notendavænt flokkunarferli fyrir íbúa með það að leiðarljósi að hægt sé að meðhöndla og nýta þá auðlind sem lífrænn úrgangur er í landgræðslu innan sýslunnar. Fyrir utan ný loftþétt ílát og stoðefni sem blandað er við matarleifar þegar safnað er í þau, helst flokkunin óbreytt frá núverandi skipulagi.

Verkefnisstjórar eru Björk Brynjarsdóttar og Julia Miriam hjá Jarðgerðarfélaginu, en tilraunin er unnin í samvinnu við Sorpstöð Rangárvallasýslu og Landgræðsluna.

Hvað felst í því að taka þátt í tilrauninni?

Þátttakendur fá sett af tveimur loftþéttum plastfötum, stoðefni og að sjálfsögðu leiðsögn eins og þarf og óskað er eftir. Fram að 10. desember mun starfsfólk Jarðgerðarfélagsins sjá um söfnun á lífrænum heimilisúrgangi frá þátttakendum á tveggja vikna fresti, en þess utan er sorpsöfnun háttað samkvæmt áætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

Jarðgerð á Strönd hefur verið í gangi frá því í maí 2021 og hafa um 30 heimili á Hellu og Hvolsvelli tekið þátt með góðum undirtektum. Næstu 8 vikur, áður en tilrauninni lýkur formlega, langar okkur að bjóða fleiri heimilum að prófa nýja flokkunarferlið með okkur.

Okkur er mjög í mun að eiga í virku samtali við þátttakendur á meðan á tilraunninni stendur; fá endurgjöf og ábendingar um hvernig gengur, hvað má betur fara og hvort upplifunin að heimilisflokkun batni, versni eða standi í stað með nýrri nálgun. Enda er markmiðið eins og áður segir fyrst og fremst að skapa góða upplifun Rangæinga í flokkun á lífrænum heimilisúrgangi.


foodwaste_72dpi-2.png

Söfnunardagatal:

sofnunardagatal.ics

Tilraunin opnar á möguleikann að jarðgera megi lífrænan úrgang á Strönd í Rangárvallasýslu auk þess að nýta þá dýrmætu auðlind sem hann er í landgræðslu í nærumhverfinu.

Ávinningur þess er til að mynda eftirfarandi:


Björk og Julia hjá Jarðgerðarfélaginu leiða tilraunaverkefnið

Björk og Julia hjá Jarðgerðarfélaginu leiða tilraunaverkefnið

Nei bíddu bíddu nú við... ég vil vita aðeins meira áður en ég tek ákvörðun um að taka þátt eða ekki

ekkert mál, hér að neðan eru nokkrar spurningar og svör - ef þinni spurningu er ekki svarað máttu endilega senda okkur línu á [email protected] og við munum leggja okkur fram við að svara henni sem allra fyrst!

spurningar_72dpi.png

Hvaða nýja flokkunarferli er verið að prófa?

<aside> ♻️ Flokkunarferlið sem við ætlum að prófa er skipulagt með það í huga að hægt sé að jarðgera lífræna úrganginn með svokallaðri bokashi jarðgerð á Strönd. Helsta breytingin felst í því að við segjum skilið við maíspoka í söfnunarferlinu og blöndum matarleifum við örlítið af stoðefni beint ofan í loftþéttar plastfötur.

Fötunum er almennt haldið lokuðum þar sem þær eru geymdar inni á heimilinu. Í hvert sinn sem flokkað er í fötuna er úðað 2-3x úr úðabrúsa á yfirborð lífræna hráefnisins. Í brúsanum er örverublanda og þegar örverurnar komast í tæri við matarleifarnar byrja þær að gerja þær. Gerjunin er til margs góð (og því er frekar svarað í spurningunni "hvað er bokashi jarðgerð?") en á þessu stigi er hennar helsti kostur sá að hún dregur úr leiðinda lykt sem oft stafar frá lífrænum úrgangi. Það þarf svosem ekki að hafa miklar áhyggjur af lykt enda eru föturnar loftþéttar og að jafnaði lokaðar, en þegar fata er opnuð er lyktin þó væg og svolítið súr, minnir einna helst á edik.

Þegar fata er full er hún sett út við hlið annarra ruslatunna sem tilheyra heimilinu og byrja má að flokka í næstu fötu. Í tilraunaverkefninu verður það Jarðgerðarfélagið sem kemur og tæmir úr henni og skilar henni tómri til baka. Og svona gengur þetta koll af kolli.

</aside>

Hvað má og má ekki fara í lífrænu fötuna?

Það má setja allt það sama í lífrænu fötuna og í núverandi flokkun í Rangárvallasýslu, fyrir utan lífbrjótanlegt plast (s.s. maíspokar, umbúðir og kaffihylki) sem bætast við á bannlistann með stóru beinunum og olíunni. Í stuttu máli er það svona

<aside> ✅ Má fara í lífrænu fötuna:

<aside> ❌ Má ekki fara í lífrænu fötuna:

Af hverju er tilraunin einungis í boði fyrir fólk sem býr á Hellu eða Hvolsvelli?

<aside> 🏘️ Það er nú aðallega gert til þess að raska sorpsöfnun í sýslunni sem minnst auk þess sem það auðveldar Jarðgerðarfélaginu söfnunina frá þeim heimilum sem taka þátt.

</aside>

Af hverju má ekki setja maíspoka og annað lífbrjótanlegt plast í þessa flokkun?

<aside> 🚫 Það er vegna þess að maíspokar brotna einungis niður í iðnaðarjarðgerð, þar sem þeir eru hitaðir upp fyrir 50°C í svolítinn tíma. Í bokashi jarðgerð er það sýrustig frekar en hitastig sem veldur niðurbroti lífræna úrgangsins og því brotna maíspokar og annað lífbrjótanlegt plast ekki niður í þeirri meðhöndlun.

Þrátt fyrir að vera merktir sem niðurbrjótanlegir (e. compostable) væri betra að skilgreina maíspoka og annað PLA-plast sem "skilyrt niðurbrjótanlegt" því það er háð því að rata í iðnaðarjarðgerð. Rati pokarnir í urðun, heimajarðgerð, bokashi jarðgerð, út í sjó eða á land tekur niðurbrot svipaðan tíma og venjulegt plast eða um 100-500 ár.

</aside>

Hvenær er lífrænu safnað frá heimilum?

<aside> 📆 Lífrænu er safnað annan hvern föstudag. Til að tryggja að tæmt sé úr fötunni þinni þarftu að leggja hana út hjá öðrum ruslatunnum fyrir klukkan 10:00 á söfnunardögum.

Söfnunardagar eru: 15. október 29. október 12. nóvember 26. nóvember 10. desember (síðasti dagur)

Hér fyrir neðan er dagatals-ská sem þú getur vistað í símann/tölvuna

sofnunardagatal.ics

</aside>

Hvað er bokashi jarðgerð?

<aside> 🌿 Bokashi er aðferð til að jarðgera lífrænt hráefni með því að gerja það í loftfirrtum aðstæðum. Aðferðin var uppgötvuð af Dr. Teruo Higa árið 1980 og hefur síðan þá verið nýtt og þróuð með sérstakri áherslu á heimajarðgerð og landbúnað.

Það sem gerir bokashi að frábærum kosti í bæði meðhöndlun á lífrænu hráefni er hversu orkunýtið, fljótvirkt og umhverfisvænt ferlið er. Í samanburði við urðun getur bokashi dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um það sem nemur 99% og mun minna af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið sé miðað við hefðbundna loftháða jarðgerð.

Jarðgerðarferlinu er hrint af stað með örverum sem blandað er við lífrænt hráefni og komið fyrir í loftfirrtum aðstæðum. Örverurnar eru blanda af mjólkursýrugerlum (lactic bacteria), ljóstillífunarbakteríum (photosynthetic bacteria), gersveppum (yeasts) og ígulgerlum (actinomycetes) og saman vinna þær það ótrúlega verk að gerja lífræna hráefnið. Á meðan á gerjun stendur er engin þörf á inngripum og þarfnast meðhöndlunarferlið því minniháttar landsvæðis og vinnslu sem gerir hana einkum orkunýtna.

Lítill útblástur hlýst frá bokashi jarðgerð og er það vegna þess að gerjunarferlið kæfir virkni sýkla og metanógena samtímis með því að auka aðgengi plantna að næringarefna. Þetta veldur því að næringarefni á borð við kolefni og nitur sleppa ekki út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings, metangass eða nituroxíðs . Að gerjun lokinni verður til hágæða næringarríkur lífrænn áburður sem nýta má til landgræðslu, ýmiskonar ræktunar og endurheimt vistkerfa

</aside>

foodwaste_72dpi-1.png

jardgerdastrond_72dpi 2.png