Yfirlit yfir flokkun tveggja- og þriggja hjóla rafknúina farartækja í umferðarlögum.

Umferðarlög á althingi.is

Þegar talað er um hámarksafl er átt við hámarksnafnafl (e. nominal power).

Yfirlit

Reiðhjól B

„Venjuleg“ hjól geta haft aðstoðarmótor með sveifarmótor (e. pedelec) sem slær út þegar hjólið er komið á 25 km/klst hraða. Hámarksafl sveifarmótors er 250w.

Langflest rafhjól sem eru seld á Íslandi falla í þennan flokk.

Það að vélknúin tæki geti fallið undir flokkinn reiðhjól í lögunum hefur mikið að segja. T.d. eru víðari heimildir fyrir því hvernig skilið er við reiðhjól, hjálmskylda er ekki eins rík á reiðhjóli og göngustígar eru einungis ætlaðir reiðhjólum.

Hjálmaskyldan eftir 1. janúar n.k. er fyrir 15 ára og yngri, þ.e. yngri en 16 ára.

https://s3-us-west-2.amazonaws.com/secure.notion-static.com/edbf2bea-1aac-4d05-b021-02592f03ae3f/iu-6.jpeg

Dæmi: Cube Cross Hybrid Race 500, Mate X

<aside> ℹ️ Trygging: Nei Göngu- og hjólastígar:Akbraut:Ökuréttindi: Engin Lágmarksaldur: 0 Hámarksafl: 250w Hraði: 25km/klst Hjálmskylda: 15 ára og yngri

</aside>

Reiðhjól C

Önnur sambærileg tæki sem ná 25 km/klst hraða en án sveifarmótors. Styðjast þá heldur við ígjöf (e. throttle) eða sambærilegan búnað. Í lögunum er einfaldlega sagt; „Annað lítið vélknúið ökutæki sem ekki telst til létts bifhjóls [...]“ en létt bifhjól er ekki mjög þröngt skilgreindur flokkur þannig að ég skil afhverju eitthvað sem fellur ekki í Reiðhjól B ætti „ekki að teljast“ létt bifhjól af óskilgreindri ástæðu. Ég hef heimildir fyrir því að Xiaomi hlaupahjólin vinsælu eru reiðhjól í C flokki. Þannig að ... we’ll go with that.

Þessi flokkur er einungis leyfður á göngu- og hjólastígum.

https://s3-us-west-2.amazonaws.com/secure.notion-static.com/7fcc6ec1-568c-4dce-b4e2-e8e70a1f19a7/iu-5.jpeg

Dæmi: Mi Electric Scooter

<aside> ℹ️ Trygging: Nei Göngu- og hjólastígar:Akbraut: Nei Ökuréttindi: Engin Lágmarksaldur: 0 Hámarksafl: Óskilgreint Hraði: 25km/klst Hjálmskylda: 16 ára og yngri

</aside>